Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 781/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 2. mgr.  

Tekjur eiginkonu

Skattstjóri hafði veitt kæranda helming af eftirlaunum eiginkonu hans til frádráttar. Ríkisskattstjóri tók málið upp og felldi niður af framtali kæranda frádrátt þann, sem skattstjóri hafði veitt kæranda vegna þessara eftirlauna.

Ríkisskattanefnd taldi, að 2. mgr. 3. gr. laga nr. 68/1971 sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 7/1972 veitti ekki örugga heimild til að hinn umdeildi liður yrði leyfður til frádráttar. Var úrskurður ríkisskattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja