Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 878/1974
Gjaldár 1973
Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.
Laun eiginkonu
Kærandi var eigandi sameignarfélags að 1/3 hluta og tók eiginkona hans laun hjá félaginu. Taldi skattstjóri að lögleyfður frádráttur vegna þessara launatekna væri háður hámarki 3. mgr. 3. gr. vegna þess að um verulega eignarhlutdeild eiginmanns hennar í félaginu væri að ræða.
Ríkisskattanefnd taldi þessa eignarhlutdeild ekki verulega í skilningi 3. mgr. 3. gr. Voru því kröfur kæranda um fullan 50% frádrátt vegna launa eiginkonu hans teknar til greina.