Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 905/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.  

Eiginkona kæranda starfaði hjá sameignarfélagi sem hann var framkvæmdastjóri fyrir og eigandi að 1/6 hluta. Taldi skattstjóri að frádráttur vegna launa eiginkonu takmarkaðist af 3. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og væri að hámarki kr. 70.400,- skv. þágildandi reglum. Kærandi gerði þá kröfu að tilfærður frádráttur á framtali væri allur leyfður til frádráttar.

Ríkisskattanefnd taldi eignaraðild kæranda að félaginu eigi verulega eftir 3. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og var krafa kæranda því tekin til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja