Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 918/1974

Gjaldár 1973

Laun eiginkonu

Málavextir voru þeir, að kærandi og eiginkona hans áttu 50% hlutafjár í hlutafélagi nokkru. Voru uppgefin laun til eiginkonunnar frá félaginu kr. 145.200,-. Skattstjóri taldi, að í framtöldum launum hennar fælist nokkur hluti launa eiginmannsins og lækkaði frádrátt vegna launateknanna úr kr. 72.600,- í kr. 47.600,-.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Ríkisskaftanefnd telur, að 3. mgr. 3. gr. laga nr. 68/1971 eigi við um kæruefni þetta, en kærandi og kona hans eru eigendur að 50% hlutafjár í F h.f., Akureyri. Kærandi þykir ekki hafa lýst svo vinnuframlagi eiginkonu sinnar við fyrirtækið, að efni séu til breytingar á úrskurði skattstjóra."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja