Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1131/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.
Tekjur eiginkonu
Kærandi, sem rak tannlæknastofu, gerði kröfu til þess að fá
- 75.000,- frádregnar vegna starfa eiginkonu sinnar á stofunni.
Ríkisskattanefnd taldi hæfilegan frádrátt vegna þessa vera kr. 30.000,- og var þá tekið tillit til fyrra árs framtals og rekstrarreiknings kæranda.
Kærandi krafðist þess að eiginkona hans, sem rak lækningastofu, væri skattlögð sérstaklega af tekjum sínum. Um þessa kröfu kæranda fórust meirihluta ríkisskattanefndar svo orð:
"Að því er varðar kröfu um sérsköttun þykir verða að skýra ákvæði 3. gr. laga nr. 68/1971 svo, að sérsköttun sé ekki heimil, þegar eiginkona aflar tekna sinna með sjálfstæðum atvinnurekstri. Styðst skýring þessi bæði við orðalag greinarinnar og það, hvernig ákvæðið er komið í núgildandi skattalög. Er úrskurður skattstjóra um þennan kröfulið staðfestur."
Í sératkvæði minnihluta segir:
"Eigi er ótvírætt falið í 3. gr. laga nr. 68/1971 að óheimilt sé að skattleggja sérstaklega tekjur giftrar konu, sem stundar sjálfstæða atvinnu, enda verður eigi séð hvaða efnisrök renna stoðum undir þá skipan. Ber því að skýra þennan vafa kæranda í hag eins og málið horfir við. Tel ég því að fallast eigi á kröfu hans samkvæmt síðari kærulið. Að öðru leyti er ég samþykkur úrskurði meirihluta nefndarinnar."