Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1232/1975
Gjaldár 1973
Lög nr. 8/1972 Lög nr. 68/1971, 6. gr.
Skattskylda
Tvær stúkur í kaupstað úti á landi áttu og ráku hús, sem notað var sem fundarhús fyrir félögin og einnig leigt út til samkomuhalds. Töldu eigendur að ekki væri um atvinnurekstur að ræða, heldur væri um að ræða öflun tekna til að halda eigninni við.
Í úrskurði skattstjóra var svo litið á, að húsið væri sérstakur rekstraraðili sem ræki atvinnu á venjulegan hátt. Taldi hann að þessi aðili nyti ekki undanþágu frá tekju- og eignarskattsálagningu skv. 6. gr. skattalaganna nr. 68/1971. Þá var og talið að aðstöðugjald og launatengd gjöld bæri að leggja á reksturinn.
Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með vísan til forsendna.