Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 924/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Laun, sönnun

Málavextir voru þeir, að ágreiningur var milli launþega og vinnuveitanda um upphæð launa. Nam mismunurinn kr. 6.923,-. Kvað launþeginn vinnuveitanda sinn ekki hafa gefið skýringu á mismuninum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Skattstjóri bætti mismuninum við tekjur launþegans sem kærði þá breytingu. Í umsögn ríkisskattstjóra kom fram, að hann taldi að skattstjóra hefði borið að leita eftir upplýsingum frá launagreiðanda um upphæð launanna.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að tekjuviðbót skattstjóra teljist eigi nægilega sönnuð gegn eindreginni staðhæfingu kæranda og var hún felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja