Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 42/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Eigin húsaleiga

Gjaldandi nokkur krafðist lækkunar eigin húsaleigu á þeirri forsendu að lóðin væri óeðlilega stór hluti af heildarfasteignamatsverði eignarinnar.

Í úrskurði skattstjóra segir, að skv. skattmati ríkisskattstjóra gjaldárið 1972 beri að reikna eigin húsaleigu 2% af fasteignamati húss og lóðar, nema um bújörð sé að ræða. Annarra undantekninga sé ekki getið.

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með vísan til forsendna.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja