Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 68/1975

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Fyrirframgreiddur arfur - Skattskyldar tekjur

Málavextir voru þeir að kærandi hafði á árinu 1971 eignast 22,33% húseignar í Reykjavík sem fyrirframgreiddan arf frá móður sinni, en hann hafði átt fyrir 2,67% eignarinnar. Svo hafði verið um samið, að móðir kæranda héldi áfram að hirða arð og greiða skatta og skyldur af eignarhluta þeim í húseigninni, sem hún hafði afhent sem fyrirframgreiðslu arfs. Taldi kærandi, að sér bæri aðeins að greiða tekjuskatt af þeim hluta hústeknanna, sem féllu í sinn hlut, eða 2,67%, en skattstjóri taldi hins vegar að tekjum til skatts bæri að skipta eftir hinum nýju eignarhlutföllum.

Af hálfu ríkisskattanefndar var fallist á sjónarmið kæranda og tekjuskattur hans lækkaður í samræmi við það.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja