Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 547/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 7. gr., 16. gr.
Námsstyrkur
Kærandi hafði fengið námsstyrk frá erlendum aðila að upphæð kr. 437.600,- og var hann af skattstjóra talinn kæranda til skattskyldra tekna.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að kærandi hafi sýnt fram á að námsstyrkurinn hafi að mestu runnið til greiðslu skólagjalda. Með vísan til 4. mgr. 16. gr. laga nr. 68/1971 þyki því mega fella niður álagðan tekjuskatt og útsvar.