Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 964/1974
Gjaldár 1973
Lög nr. 68/1971, 7. gr. B-liður
Barnalífeyrir, viðurlög
Ágreiningur var um skattskyldu barnalífeyris frá Lífeyrissjóði verslunarmanna kr. 157.896,-, sem skattlagður var af skattstjóra með 25% viðurlögum. Umboðsmaður kæranda hélt því fram, að hér væri um skattfrjálsa meðlagsgreiðslu að ræða, en ríkisskattanefnd taldi greiðslu þessa falla undir 7. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Hins vegar þótti eftir atvikum rétt að fella niður úr tekjuframtali refsiálag að fjárhæð kr. 39.474,-.