Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1229/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 7. gr. B-liður, 12. gr. L-liður
Dagpeningar - Styrkur - Vísindarannsóknir
Skattþegn hafði fengið styrk frá erlendum aðila að upphæð kr. 183.540,-. Skyldi hann dveljast erlendis um nokkurt skeið við vísindarannsóknir og var styrkurinn hugsaður sem endurgreiðsla kostnaðar við þá dvöl, skv. yfirlýsingu styrkveitanda.
Skattstjóri skattlagði umrædda fjárhæð hjá kæranda. Þá skattlagningu kærði kærandi til ríkisskattanefndar en ríkisskattstjóri krafðist staðfestingar.
Ríkisskattanefnd taldi, að kærandi ætti rétt á frádrætti vegna kostnaðar við vísindastörf þau sem stóðu í sambandi við framangreindan styrk og taldi þann frádrátt hæfilega metinn kr. 150.000,-.