Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 315/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Tekjur af landbúnaði

Kærandi krafðist þess að söluverð á 8 kúm, samtals að fjárhæð kr. 200.000,- væri ekki reiknað með öðrum tekjum búsins til skattskyldra tekna. Hann kvaðst á síðastliðnu ári (1973) hafa orðið að bregða búi vegna aldurs og heilsubrests og því selt sonum sínum útihús og ræktun á ábýlisjörð sinni ásamt vélum og tækjum og nautpeningi.

Ríkisskattanefnd leit svo á, að söluverð ofangreindra 8 kúa teldust ekki skattskyldar tekjur hjá kæranda eins og atvikum málsins væri háttað. Hins vegar færði kærandi til gjalda sem bústofnsskerðingu skattmat þeirra kr. 204.000,-, en það var ekki heimilt til frádráttar. Samkvæmt þessu hækkuðu hreinar tekjur kæranda um kr. 4.000,- frá því sem skattstjóri ákvað þær í úrskurði sínum.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja