Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 765/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis

Málavextir eru þeir, að kærandi sleit samvistum við eiginmann sinn og fóru skipti fram í des. 1970. Við skiptin fékk kærandi í sinn hlut íbúðarhúsnæði sem virt var á kr. 1.870.000,-. Byggingarkostnaður eignarinnar var skv. framtali hinn 31. des. 1970 kr. 1.065.310,-.

Um mitt ár 1971 seldi kærandi dóttur sinni og tengdasyni 1/3 hluta hússins. Taldi skattstjóri að skattskyldur ágóði af sölunni væri rétt ákvarðaður þannig:

Söluverð íbúðarinnar .......... kr. 620.000,-
+ 1/3 byggingarkostnaðar ...... - 355.103,-
Kr. 264.897,-

Ríkisskattanefnd taldi, að miða bæri við að kærandi hefði átt hálfa húseignina er skipti fóru fram og leyst til sín eignarhlut eiginmanns síns á matsverði. Kostnaðarverð við útreikning söluágóðans bæri því að ákvarða þannig:

Hálft skiptaverð íbúðarinnar ....... kr. 935.000,-
- kostnaðarverð ............... - 532.655,-
Kr. 1.467.655

Kostnaðarverð hins selda væri 1/3 af þeirri upphæð eða kr. 489.218,-. Söluverð eignarhlutans var kr. 620.000,-. Söluágóði því kr. 130.782,-

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja