Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1210/1975

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 10. gr. E-liður, 7. gr.  

Vinna við húsnæði

Kærandi, sem var einn af eigendum sameignarfélags, lagði fram vinnu við byggingu húseignar, sem sameignarfélagið átti, að upphæð kr. 150.000,-. Sameignarfélagið var síðan lagt niður og eignum þess skipt milli eigenda.

Skattstjóri hækkaði tekjuhlið framtals um þessa upphæð. Ríkisskattanefnd staðfesti þessa teknafærslu og féllst á þá skoðun ríkisskattstjóra að ákv. 7. gr. tekjuskattslaga um vinnu við eigin íbúð utan reglulegs vinnutíma röskuðu ekki þeirri skattskyldu.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja