Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 79/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Altjón

Málavextir voru þeir, að bifreið kæranda gjöreyðilagðist í árekstri. Fékk hann hana greidda skv. mati með svokölluðum altjónsbótum. Skattstjóri reiknaði kæranda til tekna mismuninn á bótunum og kostnaðarverði bifreiðarinnar að frádregnum frádráttarbærum fyrningum. Kærandi mótmælti þessari skattlagningu á þeim forsendum að þessi mismunur væri vegna verðhækkunar á bifreiðum almennt og væri því ekki um neinn raunverulegan hagnað að ræða.

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með vísan til 7. gr. E-liðs tekjuskattslaganna.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja