Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 482/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr. G-liður  

Listamannastyrkur

Á gamlársdag ár hvert er úthlutað styrk úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins og skal honum varið til ritstarfa eða undirbúnings við þau, einkum með utanförum. Í máli því, sem hér um ræðir, var gerð sú aðalkrafa að skattlagning styrksins færi eftir ákvæðum G-liðar 7. gr. laga nr. 68/1971. Til vara var þess krafist að skattskyldu yrði frestað til næsta árs, þar sem hér væri um fyrirframgreidd starfslaun að ræða.

Ríkisskattanefnd taldi að styrkur þessi félli eigi undir G-lið 7. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og taldi ekki ástæðu til að haga skattalegri meðferð hans á annan hátt en annarra tekna á árinu, sem hann var veittur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja