Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 395/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 11. gr. A-liður
Opinber gjöld
Málavextir eru þeir, að kærandi færði kr. 1.000.000,- til gjalda á rekstrarreikningi sínum skattárið 1973, sem áætlað aðstöðugjald vegna þess árs. Skattstjóri felldi niður þennan frádrátt.
Þessa breytingu skattstjóra á framtali gjaldárið 1974 kærði kærandi til ríkisskattanefndar og var þess krafist að umræddur aðstöðugjaldsfrádráttur væri heimilaður.
Álagt aðstöðugjald 1974 vegna rekstrar árið 1973 nam kr. 1.953.000,-. Svo sem máli þessu var háttað þótti ríkisskattanefnd rétt að miða frádrátt kæranda við þá upphæð.