Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 140/1974
Gjaldár 1972
Lög nr. 68/1971, 12. gr. C-liður
Ferðakostnaður
Kærandi, sem var í föstu starfi í Kanada, kom hingað til lands í árs leyfi frá störfum þar og kenndi hérlendis við skóla í eitt ár. Í kæru var m.a. farið fram á að heimila einhverja upphæð vegna ferðakostnaðar og féllst ríkisskattstjóri fyrir sitt leyti á það atriði kærunnar. Ríkisskattanefnd veitti kæranda kr. 45.000,- frádrátt vegna ferðakostnaðar í sambandi við atvinnu.