Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 585/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 12. gr. C-liður
Ferðakostnaður
Kærandi, sem var búsettur í Hafnarfirði færði til gjalda í framtali sínu ferðakostnað vegna vinnu á Keflavikurflugvelli 1/1 til 31/5 1973 kr. 17.680,-. Skattstjóri felldi þennan frádráttarlið niður en kærandi áfrýjaði til ríkisskattanefndar.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
"Frádrátt frá skattskyldum tekjum gjaldanda ber því aðeins að veita, að til þess sé ótvíræð heimild. Lög um tekjuskatt og eignarskatt nr. 68/1971 hafa eigi að geyma heimild til frádráttar á ferðakostnaði gjaldþegns milli heimilis og vinnustaðar, þegar undan er skilið ákvæðið í C-lið 12. gr. laganna, sem ekki þykir eiga hér við, sbr. einnig reglugerð nr. 245/1963, 32. gr. C."