Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 199/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 12. gr. E-liður  

Fræðibókakaup

Málsatvik eru þau, að kærandi fór fram á að kostnaður vegna sérfræðirita að upphæð kr. 117.554,- væri leyfður til frádráttar að fullu, en skattstjóri hafði heimilað kæranda að draga krónur 75.000,- frá vegna bókakaupa. Af hálfu ríkisskattstjóra var þess krafist að frádráttur vegna bókakaupa væri lækkaður úr kr. 75.000,- í kr. 30.000,-.

Í greinargerð gjaldkrefjanda kemur fram, að hann telur að gjaldþegni, sem krefjist frádráttar vegna fræðibókakaupa, sé skylt að sanna nauðsyn fræðiritanna, t.d. með umsögn vinnuveitanda. Í greinargerð kæranda kemur aftur á móti fram að ákvæði þau, sem hér skipta máli, þ.e. F-lið 12. gr. laga nr. 68/1971 og C-lið 35. gr. reglug. nr. 245/1963, beri að skilja þannig að "skattstjóri og ríkisskattstjóri eigi að rökstyðja synjun á frádrætti, en skattþegn að leggja fram kvittanir fyrir þeim bókum sem hann telur nauðsynlegar starfi sínu."

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Eins og atvikum málsins er háttað, þykir bera að staðfesta úrskurð skattstjóra."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja