Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 573/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 13. gr. E-liður  

Námsfrádráttur

Málavextir voru þeir, að kærandi fór að loknu námi í Fiskvinnsluskólanum í náms- og kynnisferð til Bandaríkjanna þeirra erinda að skoða fiskvinnslustöðvar þar. Krafðist kærandi þess að fá kostnaðinn við ferðina til frádráttar á skattskýrslu.

Ríkisskattanefnd taldi eigi heimild til að veita umbeðinn frádrátt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja