Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 386/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 14. gr.  

Sjómannafrádráttur

Kærandi fór fram á sjómannafrádrátt skv. 14. gr. tekjuskattslaganna allt árið, 52 vikur, með þeim rökstuðningi, að hann hefði sótt sjó allt árið og aðeins tekið eðlilegt sumarfrí.

Ríkisskattanefnd úrskurðaði, að þar sem kærandi hefði aðeins verið háður greiðslu tryggingariðgjalda 48 vikur, bæri að miða sjómannafrádráttinn við þann tíma, enda sé frádráttur þessi ótvírætt bundinn greiðslu tryggingariðgjalds skv. 1. gr. laga nr. 60/1973 um breytingu á 14. gr. laga nr. 68/1971.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja