Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 591/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 15. gr. C-liður
Fyrning/fyrningargrundvöllur
Málavextir eru þeir, að hlutafélag nokkurt keypti vélbát ásamt öllu tilheyrandi í ríkisskoðunarstandi á kr. 2.000j.000,-. Skv. upplýsingum Vélbátaábyrgðar Ísfirðinga var heildarmatsverð bátsins 1. jan. 1971 kr. 2.390.000,- og matsverð vélarinnar þar af kr. 616.280,- eða 25,7857%.
Árið 1974 var skipt um vél í bátnum enda var gamla vélin ónýt orðin og verðlaus. Neytti kærandi þó heimildar síðustu málsgr. C-liðar 15. gr. 1. nr. 68/1971, þar sem segir svo m.a.: ".. Verði fyrnanleg eign skv. þessum staflið ónothæf, áður en fyrningu hennar er lokið, og eftirstöðvar bókfærðs verðs hennar eru hærri en niðurlagsverð eða tjónbætur, má færa mismuninn til gjalda á því ári ....". Reiknaði kærandi 15% árlega fyrningu af kr. 616.280,- og afskrifaði síðan eftirstöðvarnar kr. 425.233,- skattárið 1974.
Skattstjóri lækkaði gjaldfærða fyrningu um kr. 182.791,- en sú lækkun var kærð til ríkisskattanefndar.
Í kröfugerð ríkisskattstjóra er bent á, að skv. matinu frá 1. jan. 1971 sé heildarmatsverð bátsins kr. 2.390.000,- og matsverð vélarinnar 25.7857% þar af. Fyrna skuli af kaupverði og sé því að líta á þennan hundraðshluta af heildarverði bátsins sem kaupverð vélarinnar og miða fyrningarverð við þær tölur.
Af hálfu kæranda var fallist á þetta sjónarmið.
Í niðurstöðum ríkisskattanefndar segir:
"Þegar skipt var um vél í bátnum hafði kærandi fyrnt bát og vél um kr. 620.000,-. Óafskrifaðar eftirstöðvar vélar voru því kr. 355.843,- (515.714.- ÷ (620.000,- x (515.714,- ÷ 2.000.000,-))).
Kærandi færði til frádráttar kr. 425.233,-, sem skattstjóri lækkaði um kr. 182.791,- eða í kr. 242.442,-.
Fyrningarfrádráttur vegna vélar hækki um kr. 113.401,00
Fyrningarverð báts án vélar hækkar úr
kr. 1.383.720,- í kr. 1.484.286,-
Hækkun fyrningarverðs kr. 100.566,- x 15% _- 15.085,00
Tekjuviðbót skattstjóra lækki um kr. 128.486,00
Eign hækki um kr. 85.481,00"