Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 72/1974
Gjaldár 1972
Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður
Flýtifyrning
Skattstjóri hafði synjað kæranda um fyrningu á verslunarhúsnæði skv. 15. gr. D-lið tekjuskattslaganna á þeirri forsendu að kærandi hafði aðeins átt eignina í einn mánuð á skattárinu. Kærandi hafði keypt húseign þá sem um var að ræða á kr. 12.000.000,- og var mat húss og lóðar sem hér segir:
Fasteignamat hússins ........... kr. 2.598.000,-
- eignarlóðar ....... - 4.984.000,-
Alls kr. 7.582.000,-
Ríkisskattanefnd taldi ekki, að flýtifyrning skv. D-lið 15. gr. laga nr. 68/1971 væri bundin við eignartíma á skattárinu eins og hin almenna fyrning. Taldi hún fyrningu þessa rétt reiknaða þannig:
12.000.000 x (2.598.000 ÷ 7.582.000) = 4.111.843,- x 6% = kr. 246.710,-
og var sú upphæð heimiluð til frádráttar tekjum.