Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 90/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður  

Flýtifyrning

Málsatvik voru þau, að hinn 13. desember 1973 keypti kærandi og félagi hans vélbát. Skattframtali kæranda fyrir gjaldárið 1974 fylgdi reikningur yfir rekstrarkostnað bátsins á árinu 1973, samtals að fjárhæð kr. 931.401,-, þar með talin flýtifyrning kr. 855.568,-. Skattstjóri vildi ekki heimila kæranda að draga tap á bátnum frá tekjum sínum gjaldárið 1974.

Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð svofelld athugasemd varðandi þetta kæruatriði:

"Ekki verður annað séð, en kæranda sé heimilt að flýtifyrna bát sinn. Einnig verður að telja að báturinn sé kominn í rekstur á árinu 1973 þótt eigi hafi hann farið á sjó."

Kröfur kæranda voru teknar til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja