Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 12/1975

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður  

Flýtifyrning

Málavextir voru þeir, að skattstjóri lækkaði gjaldfærða flýtifyrningu útihúsa og rafstöðvar úr kr. 93.240,- í kr. 67.596,-. Af hálfu ríkisskattstjóra var því haldið fram að eingöngu væri heimilt að beita hinni sérstöku fyrningarheimild á bókfært verð hinna endurmetnu eigna eins og það var þegar endurmatið fór fram.

Ríkisskattanefnd segir svo um þetta atriði:

"Kæranda var rétt við útreikning aukafyrningar eftir D-lið 15. gr. skattalaga, að miða fyrningarprósentuna við upphaflegt kostnaðarverð þeirra eigna, sem málið snýst um, enda námu óafskrifaðar eftirstöðvar þeirra það háum fjárhæðum, að niðurlagsverði þeirra varð ekki náð, þrátt fyrir fyrningar þessar. Þykir þessu samkvæmt bera að taka þennan kærulið til greina."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja