Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 12/1975
Gjaldár 1973
Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður
Flýtifyrning
Kærandi færði til gjalda sérstaka fyrningu af ræktun lands skv. 1. mgr. D-liðar 15. gr. Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á þá kröfu kæranda að honum væri heimilt að fyrna ræktun með sérstakri fyrningu.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
"Ekkert liggur fyrir um það í gögnum málsins, hvort ræktunarkostnaður hefir verið færður til gjalda eða eignar, þegar til hans var stofnað. Þykir því að svo komnu eigi bera að taka kröfu kæranda til greina að því er hann varðar."