Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 97/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 16. gr.  

Meðlag

Kærandi gerði kröfu til frádráttar fyrir barn, sem hann greiddi meðlag með á árinu 1973, en skattstjóri synjaði kæranda um frádrátt þennan, gjaldárið 1974, á þeirri forsendu, að barnið hefði náð 16 ára aldri hinn 21. september 1973.

Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð svofelld krafa:

"Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur og vísast til 3. gr. laga nr. 10/1974 um breyting á lögum nr. 68/1971, þar sem tekið er fram að frádráttur er veittur vegna barns sem er ekki fullra 16 ára í upphafi þess almanaksárs þegar skattur er á lagður. Sonur kæranda, A, sem kærandi gerir kröfu til að fá persónufrádrátt fyrir er skv. upplýsingum á framtali fæddur 21. september 1957. Hann var því fullra 16. ára 1. jan. 1974."

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með vísun til C-liðar 16. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja