Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 250/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 16. gr.
Námskostnaður
Til úrskurðar var hvort kæranda bæri frádráttur vegna atvinnuflugnáms gjaldárið 1974. Kærandi hafði jafnframt stundað háskólanám á árinu og verið veittar kr. 59.000,- til frádráttar vegna þess náms.
Skv. framlögðu vottorði hafði kærandi greitt kr. 117.395,- vegna flugnámsins. Taldi ríkisskattanefnd hæfilegt að heimila honum frádrátt kr. 80.000,- á skattframtali 1974 vegna atvinnuflugnáms.