Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 822/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 22. gr. C-liður  

Eignarskattur - Skattfrelsi sparifjár

Kærandi, hlutafélag, mótmælti ákvörðun skattstjóra um að hlutafjáraukning með útgáfu jöfnunarhlutabréfa skyldu skerða skattfrelsi sparifjár á sama hátt og innborgað hlutafé og stofnfé.

Skattstjóri benti í úrskurði sínum á, að hluthafar ættu eftir útgáfuna sömu kröfur á hendur félaginu vegna jöfnunarhlutabréfanna og innborgaðs hlutafjár. Væri því rétt að þau hlytu sömu skattalegu meðferð. Hafnaði hann því kröfum kæranda og staðfesti ríkisskattanefnd þann úrskurð.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja