Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 436/1974
Gjaldár 1973
Lög nr. 68/1971, 35. gr.
Framtalsskylda
Hlutafélag nokkurt var stofnað í des. 1972. Var ekki hirt um að senda framtal fyrir félagið og áætlaði skattstjóri því tekjur og eign við álagningu 1973.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að félaginu hafi borið að senda framtalsskýrslu 1973, sbr. 35. gr. laga nr. 68/1971. Hins vegar sé nægilega leitt í ljós með öðrum hætti, að eigi sé tilefni til að áætla tekjur og eign til álagningar skattárið 1972. Voru því álögð gjöld felld niður.