Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 50/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Hækkun áætlunar

Kærandi taldi ekki fram til skatts fyrir gjaldárið 1972 og áætlaði skattstjóri honum tekjur og eign, sbr. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 68/1971, svo og aðstöðugjald, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar um aðstöðugjald.

Með bréfi dags. 10. okt. 1972 tilkynnti skattstjóri kæranda, að hann hefði í hyggju að hækka fyrri áætlun sína. Jafnframt var kæranda gefinn kostur á að senda inn skattframtal sitt.

Kærandi lét hjá líða að senda inn framtalið og hækkaði skattstjóri þá fyrri tekjuáætlun um kr. 600.000,- og staðfesti þá hækkun með úrskurði dags. 12. júní 1973.

Gjaldandi kærir úrskurð skattstjóra með bréfi 3. júlí 1973.

Engin ný gögn er réttlættu hækkun áætlaðra skattgjaldstekna um kr. 600.000,- virðast hafa legið fyrir í málinu og ber með tilvísun til 38. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt að fella hækkun þessa niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja