Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 767/1974

Gjaldár 1967-1971

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Sönnunarbyrði

Að undangenginni rannsókn á framtölum kæranda og viðskiptareikningi hans í Noregi, sem framkvæmd var hjá rannsóknardeild ríkisskattstjóra, voru framtöl hans árin 1966 - 1970 tekin til endurálagningar. Var talið að framtöl kæranda umrædd ár væru ekki svo traust að unnt væri að byggja á þeim við álagningu opinberra gjalda og ákvað ríkisskattstjóri honum gjaldstofna að nýju með áætlun.

Kærandi hélt því fram, að inn- og útborganir á viðskiptareikningi sínum í Noregi hefðu ekki byggst á óframtöldum tekjum, heldur hefði verið um viðskiptafærslur annars eðlis að ræða.

Ríkisskattanefnd taldi ekki sannað, að innborganir í viðskiptareikning kæranda hefðu byggst á óframtöldum tekjum. Hins vegar var fyrri áætlun ríkisskattstjóra látin halda sér að nokkru leyti vegna lágs lífeyris kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja