Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 593/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 38. gr., 7. gr.
Sönnun - Lágar tekjur
Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1974 að hækka tekjuhlið framtals um kr. 221.250,- vegna óeðlilega lágra framtaldra tekna af vinnu á rakarastofu.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
"Í málinu er eigi leitt í ljós, að framtal kæranda sé byggt á ófullnægjandi gögnum. Bók sú, er kærandi hélt yfir pantanir viðskiptavina sinna, telst ekki hluti af lögskipuðu bókhaldi hans. Þá þykir "ætluð" breyting á tekjum kæranda af vinnu á rakarastofu eigi nægileg ástæða ein út af fyrir sig til að áætla tekjuauka þann, er málið snýst um. Ber því að taka kröfu kæranda til greina."