Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1158/1975

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 38. gr. 2. mgr., 7. gr. E-liður  

Fyrning til skatts - Stofnkostnaður

Málavextir eru þeir, að kærandi fékk greitt upp í skuldir; kr. 52.312,- upp í ellefu ára skuld og kr. 7.755,- upp í átta ára gamla skuld. Upphæðir þessar hvað kærandi sig hafa talið fram á sínum tíma og muni það hafa verið gert á framtali 1969. Kærandi krafðist þess að fyrrgreindar upphæðir, samtals kr. 60.067,- væru dregnar frá tekjum á skattframtali 1973, þar sem "þær væru fyrndar til skatts skv. 38. gr. 2. mgr. laga um tekjuskatt og eignarskatt".

Ríkisskattanefnd segir í úrskurði sínum, að ekki finnist heimild í skattalögum til þess að veita slíkan afslátt sem kærandi fer fram á.

Þá taldi sami kærandi greiðslu fyrir ákveðinn húsbúnað sem seldur var í skóla í höfuðborginni skattfrjálsa, þar sem um væri að ræða stofnkostnað vegna tilraunastarfsemi.

Upphæð þessa taldi ríkisskattanefnd skattskylda með vísan til 9. mgr. E-liðar 7. gr. tekjuskattslaganna, þ.e. sölu í atvinnuskyni.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja