Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 895/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 40. gr, 41. gr.  

Kæruheimild - Frávísun

Málavextir eru þeir, að kærandi stofnaði árið 1971 til atvinnurekstrar. Synjaði skattstjóri um afskrift stofnkostnaðar, þar sem sundurliðun hans væri ekki fyrir hendi.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Litið er svo á, að kæruheimild samkvæmt 40. gr. og 41. gr. laga nr. 68/1971 nái aðeins til álagðs skatts, en ekki annarra atriða, sem framtal hefir að geyma. Kæranda var eigi gert að greiða tekjuskatt. Þykir því að svo komnu máli eigi efni til að taka afstöðu til kærumáls þessa. Ber því að vísa kærunni frá."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja