Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 596/1975

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 41. gr., 37. gr.  

Kærufrestur, tilkynning

Kæru kæranda var upphaflega vísað frá með þeim rökum, að hún hafi borist eftir að kærufresti lauk. Síðar kom í ljós að kærandi hafði komið henni í fjármálaráðuneytið áður en fresturinn var útrunninn og var málið þá endurupptekið.

Efnisatriði voru þau, að skattstjóri hafði hækkað tekjur kæranda um kr. 22.000,- vegna bifreiðahlunninda. Af gögnum málsins varð ekki séð að skattstjóri hefði tilkynnt kæranda fyrirfram um þessa breytingu á þann hátt, sem boðið er í 37. gr. Þegar af þeirri ástæðu var umrædd tekjuhækkun felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja