Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 294/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 47. gr.  

Viðurlög

Kærandi taldi sig hafa fengið frest hjá skattstjóra til að skila framtali sínu. Skattstjóri kannaðist ekki við að hafa veitt slíkan frest. Gegn neitun skattstjóra þótti ríkisskattanefnd ekki sannað að kærandi hefði fengið framtalsfrest og synjaði kröfu hans um að fallið yrði frá viðurlögum.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja