Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 596/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 47. gr.
Viðurlög
Kærandi, sem var starfandi loftskeytamaður hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur kærði þá ákvörðun skattstjóra að beita 20% viðurlögum vegna of seint framkomins framtals, en framtal kæranda barst skattstjóra í kærufresti. Kvaðst hann hafa beðið ættingja að skila framtalinu en það hafi brugðist.
Með vísun til 8. mgr. 47. gr. laga nr. 68/1971 þótti mega taka kæruna til greina.