Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 570/1975
Gjaldár 1974
Lög nr. 8/1972, 36. gr.
Aðstöðugjald/iðnlánasjóðsgjald
Hlutafélag nokkurt, sem annaðist prentun dagblaða kærði álagt aðstöðugjald og iðnlánasjóðsgjald á þeirri forsendu að tæpast væri um sjálfstæðan rekstur að ræða, heldur væri kostnaði við rekstur fyrirtækisins öllum skipt niður á blöðin eftir vissum reglum eftir þeirri þjónustu, sem fyrirtækið innir af hendi við hvern aðila fyrir sig. Útgáfa dagblaða sé undanþegin aðstöðugjaldi og iðnlánasjóðsgjaldi og því bæri ekki að leggja þessi gjöld á hlutafélagið.
Ríkisskattanefnd úrskurðaði að kærandi væri sjálfstæður skattaðili til álagningar aðstöðugjalds sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 8/1972. Skorti því heimild til að undanþiggja rekstrarútgjöld hans álagningu framangreindra gjalda