Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 701/1974
Gjaldár 1973
Lög nr. 8/1972, 23. gr.
Fæðispeningar - Fæðisgjald - Laun greidd í hlunnindum
Ágreiningur reis um það, hvort greiddir fæðispeningar væru útsvarsstofn, eða hvort útsvarsstofninn skertist af svokölluðu fæðisgjaldi, sem skv. mati ríkisskattstjóra væri kr. 95,- hvern virkan dag árið 1973.
Samkvæmt kröfugerð ríkisskattstjóra féllst ríkisskattanefnd á að draga fyrrnefnt fæðisgjald frá áður en útsvar væri lagt á þessa hlunnindagreiðslu til kæranda.