Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 479/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 8/1972, 23. gr. 4. mgr.  

Áætlun útsvarsgjaldstofns

Kærandi krafðist þess, að álagt útsvar væri lækkað til samræmis við skattframtal hans, en sveitarstjórn hafði ákveðið kæranda útsvars útsvarsgjaldstofn með vísan til heimildarákvæði 4. mgr. 23. gr. laga nr. 8/1972.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Af gögnum málsins verður eigi séð, að fyrirætlun um þessa hækkun hafi verið tilkynnt kæranda áður en álagningin átti sér stað og honum gefið tækifæri til andsvara. Var það þó skylt eftir 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga, sbr. 37. gr. laga nr. 68/1971. Ber því að taka kröfu kæranda til greina."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja