Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 272/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 8/1972, 27. gr.  

Námsfrádráttur

Kærandi gerði þá kröfu, að tekið væri tillit til frádráttarliðar að upphæð kr. 48.000,- á skattframtali árið 1973 vegna náms eiginkonu í Tónlistarskólanum í Reykjavík við álagningu útsvars.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að kæranda hafi ekki verið veitt lækkun á útsvari skv. 27. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Eftir þeirri grein sé sveitarstjórn heimilt að lækka útsvar gjaldanda sem stundar nám í skóla sex mánuði eða lengur á ári. Það sé hins vegar utan verksviðs ríkisskattanefndar að úrskurða um beiðnir varðandi lækkun á útsvari vegna atvika þeirra er um geti í 27. gr., heldur sé það í höndum viðkomandi sveitarstjórna.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja