Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 474/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 67/1971   Lög nr. 14/1965  

Launaskattur - Slysatryggingariðgjald

Kæranda, sem er sýslumaður, var gert að greiða launaskatt og slysatryggingariðgjald vegna starfa sinna fyrir Tryggingarstofnun ríkisins. Virðist álagning skattstjóra hafa byggst á því að hér væri um að ræða sjálfstæða starfsemi. Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á þá skoðun kæranda að um venjulegar launagreiðslur væri að ræða. Hvað snerti álagningu slysatryggingariðgjalds var vísað til 3. mgr. 25. gr. laga nr. 67/1971.

Ríkisskattanefnd taldi álagninguna ekki hafa stoð í lögum og felldi gjöldin niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja