Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 406/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 3. gr.  

Tekjur eiginkonu

Kærandi, sem búsettur var á Norðurlandi, hafði með höndum umboðssölu á málningarvörum fyrir fyrirtæki nokkurt í Kópavogi. Krafðist hann þess, að laun eiginkonu við atvinnuna yrðu aðeins skattlögð að hálfu, en skattstjóri hafði litið svo á að um sameiginlegan atvinnurekstur hjónanna væri að ræða, enda kæmi eigi fram að fyrirtækið (umbjóðandi) hefði opna verslun á staðnum. Var kæranda veittur hámarksfrádráttur skv. 3. gr. 3. mgr. sem þá var kr. 15.000,00.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Svo sem atvikum í máli þessu er lýst verður að fallast á þá skoðun skattstjóra, að frádrátt beri að reikna skv. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 90/1965 og eru úrskurðir skattstjóra og framtalsnefndar því staðfestir.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja