Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 651/1973
Gjaldár 1972
Lög nr. 68/1971, 6. gr. 1. mgr.
Skattskylda félags
Lagður var tekjuskattur á Samband ísl. ferðaskrifstofa s.f. árið 1972. Sambandið kærði þessa skattlagningu á þeirri forsendu, að um væri að ræða stéttarfélag, sem hefði engar tekjur nema félagsgjöld meðlima.
Ríkisskattanefnd féllst á sjónarmið kæranda með vísun til. mgr. 6. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt.