Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 4/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 7. gr. A-liður  

Risna, launauppbót - Endurgreiðsla kostnaðar

Kærandi, sem var framkvæmdastjóri hjá stórum félagssamtökum atvinnurekenda, fékk sérstaka greiðslu frá vinnuveitanda sínum, kr. 36.000,00 sem greiðslu vegna risnu.

Ríkisskattanefnd taldi að eins og starfi kæranda virtist háttað væri um að ræða endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, enda studdist það við yfirlýsingu formanns samtakanna.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja