Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 966/1973
Gjaldár 1972
Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður
Söluhagnaður búfjár
Kæruefni var m.a. skattskylda hagnaðar af sölu búfjár og gerð krafa til þess, að hagnaðinum væri jafnað niður á 5 ár, að því marki, sem hann væri skattskyldur.
Segir svo í úrskurði ríkisskattanefndar:
„Sala bústofns telst til tekna á því árinu sem hún fer fram að því leyti, sem um skattskyldar tekjur er að ræða.
Samkvæmt framtali kæranda seldi hann á árinu 1971 bústofn sinn að mestu eða 14 kýr, 7 kvígur, 1 hross, 115 ær og 2 hrúta.
Söluverð þessara gripa nam skv. landbúnaðarskýrslu...... kr. 546.800,00
- skattmat sömu gripa................................................................-399.300,00
Þessi fjárhæð var reiknuð kæranda til skattskyldra tekna.
Bústofni verður í þessu tilviki ekki jafnað til þeirra verðmæta, sem aflað er í því skyni að selja aftur, svo sem verslunarvara hráefna til iðnaðar o.s.frv. Þykir hann eðlislíkari þeim fjármunum, sem notaðir eru við stöðugan rekstur í fyrirtæki. Telst því eigi öruggt, að 9. mgr. E-liðar 7. gr. laga nr. 68/1971 taki til sölu gripanna eins og á stóð. Fer því um hana eftir 2. mgr. sama stafliðar.
Af framtölum kæranda má sjá, að hann hefur átt hina seldu gripi á næstu 2 árum fyrir sölu, að undanskyldum 7 kúm, 4 kvígum og 1 hrút.
Hlutfallslegt verð þeirra gripa, sem kærandi hafði
átt skemmri tíma en tvö ár nam .................................................. kr. 187.100,00 -skattmat sömu gripa .....................................................................kr. 119.900.00 Skattskyldur söluhagnaður ............................................................kr. 67.200,00
Var skattskyldur söluhagnaður talinn kæranda til tekna, árið sem salan fór fram.
ður kr. 67.200,00