Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 95/1973
Gjaldár 1971
Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður
Söluhagnaður búfjár
Kærandi, sem stundaði ekki landbúnað sem atvinnu, seldi sjö vetra hryssu til útflutnings og reiknaði skattstjóri kæranda helming söluverðsins til tekna á þeirri forsendu, að um skattskyldan söluhagnað væri að ræða.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir m.a.:
„Ekki er leitt í ljós, að kærandi hafi keypt hryssu þá, er um ræðir í málinu til að selja hana aftur með ágóða eða salan falli undir atvinnurekstur hjá honum. Þar eð hann virðist hafa átt hana lengur en 3 ár, er hagnaður af sölu hennar skattfrjáls samkvæmt E-lið 7. gr. laga nr. 90/1965.“